Sport

Kristján sterkasti maður Íslands

Sindri Sverrisson skrifar
Kristján Jón Haraldsson með verðlaunasteininn eftir að hafa unnið keppnina Sterkasti maður Íslands. Stefán Karel Torfason varð í 2. sæti og Páll Logason í 3. sæti. Með þeim á myndinni er Hafþór Júlíus Björnsson sem vann keppnina tíu ár í röð.
Kristján Jón Haraldsson með verðlaunasteininn eftir að hafa unnið keppnina Sterkasti maður Íslands. Stefán Karel Torfason varð í 2. sæti og Páll Logason í 3. sæti. Með þeim á myndinni er Hafþór Júlíus Björnsson sem vann keppnina tíu ár í röð.

Kristján Jón Haraldsson fór með sigur af hólmi um helgina í aflraunakeppninni Sterkasti maður Íslands. Hann sló meðal annars við sigurvegara síðasta árs, Stefáni Karel Torfasyni, í jafnri keppni.

Keppnin fór fram á Selfossi, í Hveragerði og í reiðhöllinni í Víðidal. Keppt var í trukkadrætti, réttstöðu, rafgeymalyftu, uxagöngu með 400 kg, axlarpressu og náttúrusteinatökum. Hér að neðan má sjá keppni fyrri dags þar sem keppt var í trukkadrætti, réttstöðu og rafgeymalyftu.

Kristján Jón fékk alls 36 stig í keppninni og fagnaði sigri í fyrsta sinn en Stefán Karel kom næstur með 33 stig. Stefán Karel hafði unnið keppnina í fyrsta sinn fyrir ári síðan en áður hafði Hafþór Júlíus Björnsson unnið hana tíu ár í röð.

Páll Logason varð svo í 3. sæti með 31 stig.

Hilmar Örn Jónsson náði bestum árangri í náttúrusteinatökunum, þar sem í boði voru steinar í fimm þyngdum; 95 kg, 137 kg, 155 kg, 194 kg og 212 kg. Hilmar var sá eini sem náði að lofta 194 kg steininum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×