Lífið

Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Emmsjé Gauti og Jovana.
Emmsjé Gauti og Jovana. Instagram

Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019.

Gauti og Jovana eiga saman þrjú börn og hafa verið kærustupar síðan árið 2017. Á Instagram hafa vinir þeirra beggja birt myndir frá athöfninni og virðist gleði og ást vera aðalatriði dagsins. 

„Hún er lendingarpallurinn fyrir klikkunina sem á sér stað hjá mér. Þegar ég kynntist henni þá fann ég að það fullkomnaðist eitthvað. Ég veit að þetta er ótrúlega væmið og klisja. Þetta er Yin og yang og hún er fullkomin á móti mér og við eigum frábært samband. Allir sem hafa hitt hana segja við mig, haltu í þessa konu,“ sagði Gauti um Jovönu í samtali við Einkalífið fyrir tveimur árum. 

Emmsjé Gauti eftir brúðkaupið.Skjáskot

Mikilvægt að slaufan sé ekki skökk.Skjáskot

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.