Ólga vegna nýrrar tónlistar Beyoncé Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. ágúst 2022 14:30 F.h. Kelis, Beyoncé og Monica Lewinsky. Getty Beyoncé gaf út plötuna „Renaissance“ nú á dögunum en ekki hafa allir verið sáttir við lög plötunnar. Beyonce hefur neyðst til þess að breyta tveimur lögum á nýju plötunni og hefur Monica Lewinsky nú blandað sér í málið. Söngkonan Kelis sakaði Beyoncé um að hafa notað bút úr lagi sínu, „Milkshake“ án hennar leyfis í laginu „Energy“ á nýju plötunni. Kelis var ekki par sátt og gekk svo langt að kalla verknaðinn þjófnað. Kelis tjáði sig um málið á Instagramreikningi sínum þar sem hún segir málið snúast um „almenna kurteisi“ og segir Beyoncé sýna henni vanvirðingu með þessu. @jarredjermaine This is the sample (interpolation) in Beyonce Energy off her album Renaissance that uses Kelis Milkshake produced by Pharrell Williams & Chad Hugo. It isn t from her song Get Along With You like the internet keeps saying #beyonce #energy #renaissance #kelis #milkshake #getalongwithyou #music #sample #samples #sampled ENERGY (feat. Beam) - Beyoncé Það var þó ekki aðeins lagið „Energy“ sem hlaut mikla gagnrýni heldur einnig lagið „Heated.“ Í laginu kemur orðið „spaz“ fyrir en orðið er sagt ala á fordómum gagnvart fólki með fatlanir og vera niðrandi. Beyoncé hefur lýst því yfir að hún muni fjarlægja orðið úr texta lagsins en þegar þessi frétt er skrifuð má enn heyra upprunalega textann á Spotify. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem notkun á orðinu er rædd en fyrr á árinu notaði söngkonan Lizzo orðið í lagi sínu „Grrrls.“ Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti söngkonan textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Á meðan ofangreindri umræðu hefur staðið ákvað Monica Lewinsky að tjá sig en hún spurði óbeint hvort það mætti nú ekki fjarlægja nafn hennar úr gömlu lagi Beyoncé, „Partition“ frá árinu 2014. Hún hefur áður tjáð sig um textabút lagsins. Hér að neðan má hlusta á lagið sem Monica á við, „Partition“ auk nýju plötu Beyoncé, „Renaissance“ í heild sinni. Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Söngkonan Kelis sakaði Beyoncé um að hafa notað bút úr lagi sínu, „Milkshake“ án hennar leyfis í laginu „Energy“ á nýju plötunni. Kelis var ekki par sátt og gekk svo langt að kalla verknaðinn þjófnað. Kelis tjáði sig um málið á Instagramreikningi sínum þar sem hún segir málið snúast um „almenna kurteisi“ og segir Beyoncé sýna henni vanvirðingu með þessu. @jarredjermaine This is the sample (interpolation) in Beyonce Energy off her album Renaissance that uses Kelis Milkshake produced by Pharrell Williams & Chad Hugo. It isn t from her song Get Along With You like the internet keeps saying #beyonce #energy #renaissance #kelis #milkshake #getalongwithyou #music #sample #samples #sampled ENERGY (feat. Beam) - Beyoncé Það var þó ekki aðeins lagið „Energy“ sem hlaut mikla gagnrýni heldur einnig lagið „Heated.“ Í laginu kemur orðið „spaz“ fyrir en orðið er sagt ala á fordómum gagnvart fólki með fatlanir og vera niðrandi. Beyoncé hefur lýst því yfir að hún muni fjarlægja orðið úr texta lagsins en þegar þessi frétt er skrifuð má enn heyra upprunalega textann á Spotify. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem notkun á orðinu er rædd en fyrr á árinu notaði söngkonan Lizzo orðið í lagi sínu „Grrrls.“ Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti söngkonan textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Á meðan ofangreindri umræðu hefur staðið ákvað Monica Lewinsky að tjá sig en hún spurði óbeint hvort það mætti nú ekki fjarlægja nafn hennar úr gömlu lagi Beyoncé, „Partition“ frá árinu 2014. Hún hefur áður tjáð sig um textabút lagsins. Hér að neðan má hlusta á lagið sem Monica á við, „Partition“ auk nýju plötu Beyoncé, „Renaissance“ í heild sinni.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira