United hefur lengi haft auga á Neves sem hefur leikið 212 leiki fyrir Wolves og skorað í þeim 24 mörk.
Bruno Lage, knattspyrnustjóri Wolves, sagði fyrr á þessu ári að félagið hafi sett hundrað milljón punda verðmiða á leikmanninn eftir að fréttir bárust af áhuga frá United, Arsenal og Tottenham á Portúgalanum.
„Ég veit að þetta er einstakur leikmaður sem við erum með,“ sagði Lage um Neves í apríl.
„Það sem hann hefur gert á þessu tímabili er mjög gott. Ég held líka að hann geti sýnt sínar bestu hliðar í okkar leikkerfi. Hann setur liðið okkar á hærri stall.“
„Þegar þú ert með svona leikmann er best að hækka launin hans og gefa honum lengri samning. En hver veit, þegar maður er með leikmann eins og hann í þessari stöðu, sem getur varist og sótt og er alltaf fagmannlegur og frábær einstaklingur, þá munu stóru liðin mæta með hundrað milljónir punda til að kaupa svoleiðis leikmann.“
🇵🇹 Rúben Neves
— Football Daily (@footballdaily) August 2, 2022
🇵🇹 Renato Sanches@MelissaReddy_ says should Manchester United not get their number one target Frenkie De Jong they would look at alternatives. 👀 pic.twitter.com/97TNnsWcW7
Neves hefur verið orðaður við United í nokkra mánuði, en félagið hefur eytt stærstum hluta félagsskiptagluggans í að eltast við De Jong. Neves hefur verið á mála hjá Wolves síðan hann gekk til liðs við félagið frá Porto árið 2017.