Styles hefur áður birst í hlutverki Erosar en það var eftir kredlitsta Marvel-myndarinnar The Eternals á síðasta ári. Eros þessi er byggður á samnefndum ástarguði Grikkja og getur þar af leiðandi stjórnað tilfinningum fólks. Þá er hann einnig bróðir hins illa Thanosar í Marvel-heimum.
Kevin Feige, forseti Marvel, staðfesti á Comic Con í San Diego í síðustu viku að Styles myndi leika í mynd hjá Marvel ásamt tröllinu Pip.
Talið er að Styles geti hagnast um allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala með samningnum.