Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 12:00 Hermann Hreiðarsson, stýrir karlaliði ÍBV í knattspyrnu. Vísir/Hulda Margrét Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV. Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri Leo Seafood, greinir frá því á Eyjar.net í gær að aðalstjórn ÍBV tók upp á því að misskipta þeim hagnaði sem varð til hjá félaginu á milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. „Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess,“ skrifaði Daði. Fram til þessa hefur umframfé verið skipt í tvennt milli deildanna tveggja en nú fær knattspyrnudeildin um 65 prósent af hagnaði ÍBV. „Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50 prósent eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.“ Ákvörðunin um tekjuskiptinguna var tekin 15. mars síðastliðin og er sögð vera hluti af leiðréttingu sem þarf að fara fram innan félagsins. Svo virðist sem aðilar innan handknattleiksdeildar og forráðamenn ÍBV hafi staðið í deilum allt frá því að að ákvörðun aðalstjórnar var tekin í mars. Óttast handknattleiksdeild að meira fé verði tekið af henni fyrir frekari leiðréttingum knattspyrnudeildar í framtíðinni. ÍBV gaf út tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem ákvörðun stjórnar um tekjuskiptingu frá 15. mars verði frestað. Aðalstjórn bað jafnframt um frið til að undirbúa Þjóðhátíð sem er á næsta leyti og ætlar að leitast eftir því að ná sátt við fulltrúa handboltans eftir verslunarmannahelgina. Uppfært klukkan 16:30 ÍBV hefur dregið ákvörðunina um tekjuskiptingu til baka. ÍBV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri Leo Seafood, greinir frá því á Eyjar.net í gær að aðalstjórn ÍBV tók upp á því að misskipta þeim hagnaði sem varð til hjá félaginu á milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. „Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess,“ skrifaði Daði. Fram til þessa hefur umframfé verið skipt í tvennt milli deildanna tveggja en nú fær knattspyrnudeildin um 65 prósent af hagnaði ÍBV. „Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50 prósent eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.“ Ákvörðunin um tekjuskiptinguna var tekin 15. mars síðastliðin og er sögð vera hluti af leiðréttingu sem þarf að fara fram innan félagsins. Svo virðist sem aðilar innan handknattleiksdeildar og forráðamenn ÍBV hafi staðið í deilum allt frá því að að ákvörðun aðalstjórnar var tekin í mars. Óttast handknattleiksdeild að meira fé verði tekið af henni fyrir frekari leiðréttingum knattspyrnudeildar í framtíðinni. ÍBV gaf út tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem ákvörðun stjórnar um tekjuskiptingu frá 15. mars verði frestað. Aðalstjórn bað jafnframt um frið til að undirbúa Þjóðhátíð sem er á næsta leyti og ætlar að leitast eftir því að ná sátt við fulltrúa handboltans eftir verslunarmannahelgina. Uppfært klukkan 16:30 ÍBV hefur dregið ákvörðunina um tekjuskiptingu til baka.
ÍBV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira