Tónlist

Frum­sýning á Vísi: Sigga Bein­teins rifjar upp rokk­takta frá níunda ára­tugnum í Reykja­vík brennur

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sigga Beinteins rifjar upp gamla rokktakta frá níunda áratugnum í Reykjavík brennur og í tónlistarmyndbandinu við lagið.
Sigga Beinteins rifjar upp gamla rokktakta frá níunda áratugnum í Reykjavík brennur og í tónlistarmyndbandinu við lagið. Skjáskot

Sigga Beinteins og Karl Orgeltríó gáfu saman út lagið Reykjavík brennur í gær og nú frumsýnir Vísir tónlistarmyndbandið við lagið. Að sögn Karls Olgeirssonar er lagið afturhvarf til uppruna Siggu Beinteins þegar hún var í rokkhljómsveitinni Kikk á níunda áratugnum.

Sigga Beinteins og Karl Orgeltríó gáfu út lagið Reykjavík brennur í gær og í dag frumsýna þau tónlistarmyndband við lagið. Karl Olgeirsson í tríóinu segir lag og texta vera „í miklum 80s stíl“ og að það sé kraftmikið afturhvarf til nýbylgju og nýrómantíkur.

Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið:





Að sögn Karls Olgeirssonar er lagið „nokkurskonar afturhvarf til uppruna Siggu þegar hún var í rokkhljómsveitinni Kikk.“ Þá sagði Karl frá því að kvikmyndagerðarkonurnar Ásta Jónína og Signý Rós hafi gert myndbandið fyrir hljómsveitina á eldgamla vídeóupptökuvél „til að fanga stemninguna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×