Sport

Guðni Valur kastaði sig inn á EM - myndskeið

Hjörvar Ólafsson skrifar
Guðni Valur Guðnason stóð sig vel í Kaplakrika í kvöld. 
Guðni Valur Guðnason stóð sig vel í Kaplakrika í kvöld. 

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði kringlu sinni yfir lágmark fyrir komandi Evrópumót þegar hann tók þátt á Nike-móti FH í dag.

Kringlan endaði sjö sentímetrum lengra en lágmarkið eftir kast Guðna Vals en kastið var upp á 65,27 metra.

Þar með hefur Guðni Valur, sem keppir fyrir hönd ÍR, tryggt sér þátttökurétt Evr­ópu­mót­inu sem fram fer í München í Þýskalandi dagana 11.-21. ág­úst.

„EM lágmark náð og loksins eitthvað að gerast,“ sagði Guðni Valur í færslu á facebook um áfangann. 

Íslands­met Guðna Vals í grein­inni er 69,35 metrar en kast hans í Kaplakrika í kvöld má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×