Lífið

Bubbi Morthens með nýtt lag

Elísabet Hanna skrifar
Bubbi gefur út nýtt lag.
Bubbi gefur út nýtt lag. Vísir/Vilhelm

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gaf út nýtt lag í dag sem heitir „Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu). Hann segir lagið gefa til kynna það sem sé væntanlegt á næstu mánuðum. 

„Sit með leifarnar af kvöldinu í fanginu, hjartanu, höfðinu. Með lyktina af þér á fingrunum, vörunum, lamaður, glaður. Ölvaður af ljósi fegurðarinnar í blóðinu, hjartanu í augunum. Man ekki hvað þú heitir ástfanginn, glataður, trylltur,“ segir meðal annars í textanum en lagið má heyra í heild sinni hér að neðan:

Bubbi samdi sjálfur lagið og textann líkt og svo oft áður og spilar á gítar og syngur. Upptökustjórn var í höndum Arnars Guðjónssonar sem sá einnig um trommur, rafgítar, bassa, og bakraddir en Hrafn Thoroddsen spilar á hljómborð í laginu.

Tilkynnti komu lagsins á Instagram

Bubbi var búinn að tilkynna aðdáendum sínum að nýtt lag væri á leiðinni á Instagram miðli sínum fyrir þremur vikum síðan og eru þeir eflaust glaðir að fá að hlusta á það í heild sinni.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: „Hégóminn er harður húsbóndi“

Vikan var full af útihátíðum, ferðalögum og notalegum stundum en innihélt einnig dass af hégóma frá kónginum sjálfum. Dómararnir fyrir Idolið eru á fullu að undirbúa sig fyrir haustið og stelpurnar okkar eru á vellinum að hita upp fyrir EM.

Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í við­bót

Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda.

Bríet og Bubbi mæta á langþráða Þjóðhátíð

Það er loksins komið að því að Þjóðhátíð í Eyjum fari fram eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni og á enn eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.