Innlent

Há­skóla­nám Kvik­­mynda­­skólans í sjón­­máli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kvikmyndaskóli Íslands stefnir á að bjóða upp á háskólanám í haust. 
Kvikmyndaskóli Íslands stefnir á að bjóða upp á háskólanám í haust.  Kvikmyndaskóli Íslands

Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust.

Þetta kemur fram á vef Kvikmyndaskólans. Þar segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra hafi lagt áherslu á að flýta úttektarferli Kvikmyndaskólans. Hún hafi þegar skipað þrjá sérfræðinga til að veita umsögn um skólann sem muni hefja störf nú í júlímánuði. Væntingar skólans séu að þeir hafi lokið störfum 1. september næstkomandi.

Á vef Kvikmyndaskólans kemur einnig fram að skólinn njóti stuðnings Mennta- og barnamálaráðuneytisins, en skólinn hefur starfað undir framhaldsskólaskrifstofu þess ráðuneytis frá árinu 2003. Þar sé lögð áhersla á að yfirfærslan verði sem farsælust fyrir skólann og nemendur hans.

Fram kemur að fyrir liggi staðfestur áhugi Háskóla Íslands á samstarfi við Kvikmyndskólann og að Kvikmyndafræðin innan Hugvísindasviðs Háskólans sé tilbúin með 60 eininga aukagrein til að bæta við 120 eininga diplómunám Kvikmyndaskólans, til BA gráðu með kvikmyndagerð sem aðalgrein.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×