Innlent

Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann

Bjarki Sigurðsson skrifar
Logi Bergmann Eiðsson.
Logi Bergmann Eiðsson. Vísir/Vilhelm

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur.

Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Arnar Grant og málefni hans og Vítalíu Lazarevu. Þau tvö hafa verið kærð af Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Arnar segist ekki hafa hótað mönnunum.

Í viðtalinu á RÚV ræddi hann einnig sögu sem Vítalía sagði í viðtalinu um að Arnar hafi keypt þögn félaga síns um að hann ætti í ástarsambandi við Vítalíu, með því að láta hana veita honum kynferðislegan greiða. Hann segir Vítalíu hafa farið með rangt mál í þættinum.

„Hún sagði ekki rétt frá því, nei,“ sagði Arnar aðspurður hvort hún hafi sagt rétt frá í viðtalinu.

Logi var ekki nafngreindur í viðtalinu en seinna kom í ljós að hann væri umræddur maður. Hann fór í kjölfarið í leyfi frá störfum sínum fyrir útvarpsstöðina K100.


Tengdar fréttir

Logi Bergmann í leyfi frá K100

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis.

Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.