Fótbolti

Ítalía og Spánn skildu jöfn í síðasta leik fyrir EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Putellas fagnar marki sínu í dag.
Putellas fagnar marki sínu í dag. Tullio M. Puglia/Getty Images

Ítalía og Spánn gerður 1-1 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik á Teofilo Patini-vellinum á Ítalíu í dag. Um var að ræða síðasta leik liðanna áður en Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst þann 6. júlí næstkomandi.

Ítalía er eins og frægt er orðið í D-riðli mótsins ásamt Íslandi, Belgíu og Frakklandi. Fyrir fram var ef til vill búist við sigri Spánverja enda gestirnir með ógnarsterkt lið. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það hins vegar heimakonur sem komust yfir.

Valentina Bergamaschi, miðjumaður AC Milan, kom Ítalíu yfir snemma í síðari hálfleik en Alexia Putellas, besta knattspyrnukona í heimi, jafnaði metin fyrir Spánverja á 67. mínútu og þar við sat, lokatölur 1-1.

Spánn er í B-riðli mótsins en segja má að það sé hálfgerður dauðariðill. Ásamt Spáni eru þar Danmörk, Þýskaland og Finnland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.