Íslandsmeistarinn í ólympískri þríþraut með hálft lunga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 09:05 Katrín Pálsdóttir með verðlaun sín eftir að hafa unnið Íslandsmótið í ólympískri þríþraut sem fór fram á Laugarvatni. Instagram/@katapals Katrín Pálsdóttir er ein fremsta þríþrautarkona landsins og vann Íslandsmeistaratitilinn í ólympískri þríþraut um helgina en það vita færri að eftirmál veikinda hennar ættu að öllu eðlilegu að gera henni mjög erfitt fyrir í slíkri keppni. Þríþraut er mjög krefjandi íþrótt en í keppni helgarinnar á Laugarvatni þá synti hún 1,5 kílómetra, hjólaði 45 kílómetra og hljóp 10 kílómetra. Katrín segir frá því í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún er að ná þessum árangri eftir að hafa sigrast á sjaldgæfu lungnakrabbameini árið 2019. Katrín er vegna veikindanna aðeins með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) „Árið 2019 fékk ég krabbameinið sem Tómas (Guðbjartsson, Lækna-Tómas) skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járnkall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir Katrín í viðtalinu við Fréttablaðið. Katrín kvartar ekki þrátt fyrir að vanta hálft lunga og vera að keppa í þessari miklu þolgrein. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara áfram að æfa og er almennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni,“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá allt hér. Katrín starfar sem fjármálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldustörfum lýkur. Hún er strax mætt í aðra keppni því í dag hefst Örnu-hjólreiðakeppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kílómetrar um Vestfirði og þar er Katrín meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) Þríþraut Tengdar fréttir Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Þríþraut er mjög krefjandi íþrótt en í keppni helgarinnar á Laugarvatni þá synti hún 1,5 kílómetra, hjólaði 45 kílómetra og hljóp 10 kílómetra. Katrín segir frá því í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún er að ná þessum árangri eftir að hafa sigrast á sjaldgæfu lungnakrabbameini árið 2019. Katrín er vegna veikindanna aðeins með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) „Árið 2019 fékk ég krabbameinið sem Tómas (Guðbjartsson, Lækna-Tómas) skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járnkall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir Katrín í viðtalinu við Fréttablaðið. Katrín kvartar ekki þrátt fyrir að vanta hálft lunga og vera að keppa í þessari miklu þolgrein. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara áfram að æfa og er almennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni,“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá allt hér. Katrín starfar sem fjármálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldustörfum lýkur. Hún er strax mætt í aðra keppni því í dag hefst Örnu-hjólreiðakeppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kílómetrar um Vestfirði og þar er Katrín meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals)
Þríþraut Tengdar fréttir Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30