„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. júní 2022 22:30 María Rut Kristinsdóttir (t.v) og Ingileif Friðriksdóttir eru meðal þeirra sem skipuleggja fundinn. stöð 2 Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. Tveir einstaklingar létu lífið í skotárás á hinsegin barnum London Pub í Osló í Noregi um helgina. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur og hefur maðurinn verið bendlaður við einn alræmdasta íslamska öfgamann Noregs. Því verður blásið til samstöðufundar á Austurvell í fimmtudaginn. „Maður sat svolítið eftir á laugardaginn með sorg í hjarta og fann fyrir varnarleysi. Hinsegin samfélagið á Íslandi er mjög sterkt og opið og við þurfum að sýna þennan samtaka mátt núna með því að koma saman á Austurvelli og sýna samstöðu. Bæði minnast þeirra sem létust í þessari hryllilegu árás og ekki síst senda styrk til þeirra sem særðust. Við verðum að sýna alvöru samstöðu vegna þess að við megum ekki láta hatrið sigra, við þurfum að láta kærleikann vera ofan á,“ segir María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og einn skipuleggjanda fundarins. María sjálf verður með ræðu á fundinum ásamt Ingileif Friðriksdóttur og Örnu Magneu Danks. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson setja tóninn og taka lag. „Við viljum krefjast þess að hinsegin fræðsla verði aukin á öllum stigum samfélagsins. Við erum að krefjast þess að sveitarstjórnir, borgarstjórn og Alþingi taki þessi mál föstum tökum og auki fjárútlát til þessa málaflokks. Til þess að uppræta fordóma verðum við að fræða, það er svona grunnstefið í þessu öllu saman. Svo er sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu,“ segir Ingileif sem einnig er skipuleggjandi fundarins. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn og verður hann settur klukkan 17. Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Tveir einstaklingar létu lífið í skotárás á hinsegin barnum London Pub í Osló í Noregi um helgina. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur og hefur maðurinn verið bendlaður við einn alræmdasta íslamska öfgamann Noregs. Því verður blásið til samstöðufundar á Austurvell í fimmtudaginn. „Maður sat svolítið eftir á laugardaginn með sorg í hjarta og fann fyrir varnarleysi. Hinsegin samfélagið á Íslandi er mjög sterkt og opið og við þurfum að sýna þennan samtaka mátt núna með því að koma saman á Austurvelli og sýna samstöðu. Bæði minnast þeirra sem létust í þessari hryllilegu árás og ekki síst senda styrk til þeirra sem særðust. Við verðum að sýna alvöru samstöðu vegna þess að við megum ekki láta hatrið sigra, við þurfum að láta kærleikann vera ofan á,“ segir María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og einn skipuleggjanda fundarins. María sjálf verður með ræðu á fundinum ásamt Ingileif Friðriksdóttur og Örnu Magneu Danks. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson setja tóninn og taka lag. „Við viljum krefjast þess að hinsegin fræðsla verði aukin á öllum stigum samfélagsins. Við erum að krefjast þess að sveitarstjórnir, borgarstjórn og Alþingi taki þessi mál föstum tökum og auki fjárútlát til þessa málaflokks. Til þess að uppræta fordóma verðum við að fræða, það er svona grunnstefið í þessu öllu saman. Svo er sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu,“ segir Ingileif sem einnig er skipuleggjandi fundarins. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn og verður hann settur klukkan 17.
Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira