Erlent

Rúmlega þúsund manns í verslunar­mið­stöðinni sem varð fyrir loftárás Rússa

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slökkviliðsaðgerðir við verslunarmiðstöðina í Kremenchuk. Tvö dauðsföll eru staðfest en talið er að rúmlega eitt þúsund manns hafi verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð.
Slökkviliðsaðgerðir við verslunarmiðstöðina í Kremenchuk. Tvö dauðsföll eru staðfest en talið er að rúmlega eitt þúsund manns hafi verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Telegram

Rúmlega eitt þúsund manns voru inni í verslunarmiðstöð í Kremenchuk þegar loftskeyti hæfði miðstöðina, að sögn Volodomyr Zelensky Úkraínuforseta. Tíu dauðsföll eru staðfest en fjörutíu eru alvarlega særðir og þar af níu í lífshættu. Óttast er að tala fallinna muni hækka brátt.

Kremenchuk er borg í miðri Úkraínu við ósa Dniprp árinnar og íbúar eru um 219 þúsund. 

Fréttaritari Economist, Oliver Carrol, segir aðstæður hryllilegar og vísar í mann sem hann talaði við í símann sem lýsir því að fólk hafi verið inni í byggingunni þegar veggir hrundu.

Íbúar í nágrenni verslunarmiðstöðvarinnar hjálpa til við björgunaraaðgerðir. 

Tíu staðfest dauðsföll 

Kyrylo Tymoshenko, hjá forsætisráðuneyti Úkraínu, greinir frá því að tíu dauðsföll séu staðfest í árásinni á verslunarmiðstöðina í Kremenchuk. Sú tala er þó líkleg til að hækka í bráð. 40 segir hann illa særða. Hann lýsir því einnig yfir að Úkraínumenn þurfi nauðsynlega vopn til að verja sig frá slíkum loftárásum. Anton Geraschenko hefur þetta eftir Tymoshenko en hann birti einnig myndir af slökkviliðsaðgerðum sem sjá má hér að neðan.

Fylgst er með gangi mála á Úkraínuvakt dagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×