Fótbolti

Pogmentary fær verstu mögulegu einkunn á IMDB

Hjörvar Ólafsson skrifar
Pogmentary, heimildarmyndin um Paul Pogba, fær á baukinn á IMDB. 
Pogmentary, heimildarmyndin um Paul Pogba, fær á baukinn á IMDB.  Vísir/Getty

The Pogmentary, ný heimildarmynd um lífshlaup franska fótboltamannsins Paul Pogba er með verstu mögulegu einkunn á kvikmyndavefnum IMDb þar sem mögulegt er að afla upplýsinga um kvikmyndir og gefa þeim einkunn.

Myndin er þar með einkunnina 1 af 10 mögulegum og notendur vefsins keppast við að lasta heimildarmyndinum sem frumsýnd var á Amazon Prime í síðustu viku.

Þar er skyggnst á bakvið tjöldin og veitt innsýn í lífsstíl franska miðvallarleikmannsins og lífið utan fótboltans hjá honum.

Paul Pogba's 'The Pogmentary' is IMDb's lowest-rated show ever with a 1/10.

One star is the lowest rating you can give on the site 😬 pic.twitter.com/VDKXG39RzP

— B/R Football (@brfootball) June 25, 2022

Þessi 29 ára leikmaður er að öllum líkindum á förum frá Manchester United um komandi mánaðamót en hann verður þá samningslaus. 

Í einu atriðinu í Pogmentary er hann að spjalla við Mino Raiola, fyrrverandi umboðsmann sinn, sem lést á dögunum þar sem þeir gagnrýna tilboð Manchester United um að framlengja samning Pogba við Rauðu Djöflana.

Ekki er talið að Pogba sé í framtíðaráformum Erik ten Hag sem tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United í sumar. Pogba ku vera á leið til Juventus á nýjan leik en hann lék með ítalska liðinu frá 2012 til 2016.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.