Íslenski boltinn

KR fær þýskan varnar­mann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Akoto í búningi KR.
Michael Akoto í búningi KR. kr

Þýski varnarmaðurinn Michael Akoto er genginn í raðir KR sem er í 10. sæti Bestu deildar karla.

Akoto, sem er 27 ára, lék síðast með AGF í Danmörku. Hann var þar um tveggja ára skeið en áður lék hann með Wehen Wiesbaden, Mainz og Dynamo Dresden í Þýskalandi. Akoto samdi við KR út tímabilið 2027.

Akoto er fimmti leikmaðurinn sem KR fær í félagaskiptaglugganum sem verður lokað á morgun. Áður voru Amin Cosic, Arnar Freyr Ólafsson, Orri Hrafn Kjartansson og Galdur Guðmundsson komnir til félagsins.

KR lyfti sér upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Aftureldingu á Meistaravöllum í gær. KR-ingar eru með tuttugu stig í 10. sæti Bestu deildarinnar.

Næsti leikur KR er gegn Fram á útivelli næsta mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×