Enski boltinn

Englandsmeistararnir ná samkomulagi við Leeds um kaupin á Phillips

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kalvin Phillips er á leið til Manchester City.
Kalvin Phillips er á leið til Manchester City. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Englandsmeistarar Manchester City hafa náð samkomulagi við Leeds United um kaupin á miðjumanninum Kalvin Phillips.

City greiðir Leeds 42 milljónir punda fyrir leikmanninn, en endanlegt kaupverð gæti orðið nær 50 milljónum ef árangurstengdar bónugreiðslur eru teknar með í reikninginn.

Phillips er þriðji leikmaðurinn sem Englandsmeistararnir bæta við sig í sumar, en áður höfðu þeir tryggt sér þjónustu norska framherjans Erling Braut Haaland og argentínska framherjans Julian Alvarez.

Phillips hafði verið ofarlega á óskalista City frá því að félagsskiptaglugginn opnaði enda er miðjumaðurinn Fernandinho á leið frá félaginu eftir níu ára þjónustu.

Enski miðjumaðurinn fór í gegnum unglingastarf Leeds og hefur leikið 214 leiki fyrir félagið síðan hann lék sinn fyrsta leik árið 2015. Hann á nú aðeins eftir að ná samkomulagi um kaup og kjör hjá City áður en hann skrifar undir langtímasamning.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.