Lífið

Bylgjulestin ferðast björt og brosandi um landið í sumar

Elísabet Hanna skrifar
_G8A1105
Hulda Margrét

Bylgjulestin lagði af stað í ferð sína um landið um helgina og verður í beinni útsendingu á hverjum laugardegi í sumar. Hugmynd á bakvið lestina er að ferðast um landið björt og brosandi, hitta hlustendur í öllum landshlutum og skemmta sér með þeim.

Sigga Lund er lestarstjóri

Bylgjulestin ferðaðist síðast um landið með Hemma Gunn og Svansí fyrir tíu árum síðan. Síðan þá hefur Sumarferðalag Bylgjunnar verið á dagskrá á sumrin en þetta sumarið verður það útvarpskonan Sigga Lund sem sér um dagskrágerð og lestarstjórn Bylgjulestarinnar. 

Með henni um landið verða Svali Kaldalóns, Vala Eiríks, Kristín Ruth, Ósk Gunnars og Gústi B og Reykjavík síðdegis tekur einnig nokkrar helgar.

Hulda Margrét

Akranes var fyrsti viðkomustaðurinn

Fyrsti viðkomustaðurinn var Akranes þar sem Bylgjulestin og samstarfsaðilar voru á Akratorgi frá klukkan tólf á hádegi með hoppukastala og voru nokkrir vinsælustu matarvagnar landsins frá Götubitanum mættir á svæðið.

Hulda Margrét

Lestin mun koma víða við í sumar en hér að neðan má sjá dagskránna:

  • 25. júní á Humarhátíð á Höfn
  • 2. júlí á Akureyri,
  • 9. júlí á Landsmóti Hestamanna á Hellu
  • 16. júlí á Egilsstöðum
  • 23. júlí á Flateyri, Vestfjörðum.

#Bylgjulestin

Bylgjulestin er með skemmtilegan leik í gangi á Instagram sem gengur út á það að sjá Ísland með augum hlustenda. Hlustendur eru hvattir til þess að setja inn myndir af sínu ferðalagi og merkja þær með myllumrekinu: #bylgjulestin. Sigga Lund mun velja skemmtilegar myndir hverja helgi í sumar og verðlauna þær.

Hér að neðan má sjá myndir af stemningunni sem myndaðist á Akranesi um helgina:

Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét

Tengdar fréttir

Sigga er létt í lund

Það er engin önnur en Sigga Lund sem deilir með lesendum uppáhalds lögunum sínum
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.