Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2022 17:00 Bjarni Benediktsson var ánægður með fjármálaáætlunina og sagði hana vera merki um að bjart væri framundan. Vísir/Vilhelm Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023 til 2027 var samþykkt á Alþingi rétt fyrir klukkan þrjú í dag, með 35 atkvæðum gegn 12 atkvæðum. Ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði og fimm þingmenn voru fjarverandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þakkaði fjárlagnefnd fyrir samstarfið, ekki síst vegna breytingartillaga sem ríkisstjórnin sendi á nefndina til að sporna við áhrifum verðbólgu. Þá sagði hann að þegar þessi fjármálaáætlunin væri skoðuð í heild sinni sæist að það væri bjart framundan. Stjórnarandstaðan ósammála meirihlutanum Stjórnarandstöðuþingmenn gátu ekki tekið undir orð fjármálaráðherra. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að þingskjalið væri ekki eins og það ætti að vera samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það vantaði ýmislegt til að þing og þjóð vissu hver stefna stjórnvalda væri til næstu fimm ára. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði um gamaldags ríkisfjármálapólitík að ræða. Það væri kerfislægur halli á ríkissjóð af því tekjuhliðin væri brostin og í stað þess að styrkja tekjuhliðina þá væri það einbeitt stefna ríkisins að veikja getu hins opinbera til að sinna grunnþjónustu. Að lokum tók hann fram að hann ætlaði að ýta sérstaklega fast á rauða takkann. Þorgerður Katrín Gunnarsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist ekki muna eftir því, fyrr en nú, að nokkur ríkisstjórn hafi ákveðið í byrjun kjörtímabils að halda áfram að safna skuldum og skilja vandann eftir fyrir næstu ríkisstjórn, eins og margir sérfræðingar hefðu bent á. Það væri erfitt að finna hliðstæðu af þessu tagi í nokkrum öðrum vestrænum löndum. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þakkaði fjárlagnefnd fyrir samstarfið, ekki síst vegna breytingartillaga sem ríkisstjórnin sendi á nefndina til að sporna við áhrifum verðbólgu. Þá sagði hann að þegar þessi fjármálaáætlunin væri skoðuð í heild sinni sæist að það væri bjart framundan. Stjórnarandstaðan ósammála meirihlutanum Stjórnarandstöðuþingmenn gátu ekki tekið undir orð fjármálaráðherra. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að þingskjalið væri ekki eins og það ætti að vera samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það vantaði ýmislegt til að þing og þjóð vissu hver stefna stjórnvalda væri til næstu fimm ára. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði um gamaldags ríkisfjármálapólitík að ræða. Það væri kerfislægur halli á ríkissjóð af því tekjuhliðin væri brostin og í stað þess að styrkja tekjuhliðina þá væri það einbeitt stefna ríkisins að veikja getu hins opinbera til að sinna grunnþjónustu. Að lokum tók hann fram að hann ætlaði að ýta sérstaklega fast á rauða takkann. Þorgerður Katrín Gunnarsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist ekki muna eftir því, fyrr en nú, að nokkur ríkisstjórn hafi ákveðið í byrjun kjörtímabils að halda áfram að safna skuldum og skilja vandann eftir fyrir næstu ríkisstjórn, eins og margir sérfræðingar hefðu bent á. Það væri erfitt að finna hliðstæðu af þessu tagi í nokkrum öðrum vestrænum löndum.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent