Lífið

Einstaklega vel hannað smáhýsi þar sem hægt er að standa uppréttur á báðum hæðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið er færanlegt og á hjólum. 
Húsið er færanlegt og á hjólum. 

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti Langston Angus sem hefur komið smáhýsi sínu fyrir í Waikato í Nýja-Sjálandi en hann hófst handa við uppsetningu fyrir aðeins níu mánuðum.

Umrætt smáhýsi er á hjólum og er því hægt að flytja það með sér hvenær sem er. Það sem gerir þetta hús einstakt er lofthæðin og er útsýnið magnað frá veröndinni. Húsið er alls 33 fermetrar að stærð.

Hæð hússins er 4,3 metrar og því er hægt að standa uppréttur á báðum hæðum. Hér að neðan má sjá yfirferð Bryce Langston um eignina.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.