Lífið

Kim sögð hafa eyðilagt kjól Marilyn Monroe

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kim Kardashian fékk kjólinn sendan til sín í einkaflugvél frá Ripley's Believe It or Not safninu.
Kim Kardashian fékk kjólinn sendan til sín í einkaflugvél frá Ripley's Believe It or Not safninu. Getty/Gotham

Kim Kardashian er sögð hafa eyðilagt 60 ára gamlan kjól Marilyn Monroe sem hún fékk lánaðan fyrir Met Galað í maí síðastliðnum. Stærsta einkasafn heims af munum Marilyn Monroe benti á að demantar hafi dottið af kjólnum eftir að Kim fékk kjólinn lánaðan.

Kjóllinn var upphaflega hannaður fyrir Monroe sem klæddist honum árið 1962 þegar hún söng frægan afmælissöng fyrir þáverandi forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy. Kim fékk kjólinn lánaðan frá Ripley‘s Believe it or Not! sem höfðu keypt hann á uppboði árið 2016 fyrir 4,8 milljónir dollara.

Einkasafnið The Marilyn Monroe Collection bentu á skemmdirnar á kjólnum í Instagram-færslu nýlega. Þar sögðu þau nokkra demanta hafa dottið af kjólnum og aðrir héngu á bláþræði.

Óánægja með að Kim fengi kjólinn lánaðan

Margir settu spurningamerki við að Kim fengi kjólinn lánaðan sökum aldurs kjólsins og sögulegrar merkingar hans. Þeirra á meðal var hönnuður kjólsins, Bob Mackie, sem sagði að enginn ætti að sjást í kjólnum annar en Marilyn. 

Einnig vakti mikla athygli þegar Kim greindi frá því að hún hefði þurft að léttast um 7 kíló á þremur vikum til að komast í kjólinn. Þegar í sjálft Meta Gala partýið var komið átti Kim svo að hafa skipt yfir í eftirlíkingu af kjólnum af því hún átti erfitt með að hreyfa sig í upprunalega kjólnum.


Tengdar fréttir

„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“

Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn.

Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe

Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.