Lífið

Dóttir Charlie Sheen á OnlyFans: „Ég er ekki samþykkur þessu“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sami Sheen auglýsti OnlyFans síðu sína á Instagram í gær en Sami er dóttir leikaranna Charlie Sheen og Denise Richards.
Sami Sheen auglýsti OnlyFans síðu sína á Instagram í gær en Sami er dóttir leikaranna Charlie Sheen og Denise Richards. Samsett mynd

Hin 18 ára Sami Sheen, dóttir leikaranna Charlie Sheen og Denise Richards, auglýsti OnlyFans síðu sína á Instagram í gær. Faðir hennar segist ekki sáttur. 

„Ég er ekki samþykkur þessu, en þar sem ég get ekki komið í veg fyrir þetta hvatti ég hana til þess að halda þessu fáguðu, frumlegu og fórna ekki virðingu sinni,“ segir Charlie í yfirlýsingu til E-News. 

Two and a Half men stjarnan talaði einnig um það að dóttir hans hafi búið til OnlyFans síðuna heima hjá móður sinni þar sem hún er búsett.

Hún er 18 ára núna og hún býr hjá móður sinni, þetta gerðist ekki undir mínu þaki!

Denise svarar eiginmanni sínum í yfirlýsingu til E-News og segir ákvörðun Sami vera hennar.

„Þessi ákvörðun hennar veltur ekki á því í hvaða húsi hún býr. Það eina sem ég get gert sem foreldri er að leiðbeina henni og treysta dómgreind hennar, en hún verður að taka sínar eigin ákvarðanir.“

Undir myndina sem Sami birti á Instagram til að auglýsa OnlyFans síðuna sína skrifaði móðir hennar: 

Sami, ég mun alltaf styðja þig og standa við bakið á þér, ég elska þig!

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.