Bíó og sjónvarp

Staðfesta loks nýja þáttaröð Squid game

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrsta þáttaröðin, sem sýnd var í fyrra, fjallaði um nokkrar af 456 skuldsettum og örvæntingarfullum manneskjum sem fengnar voru til að taka þátt í einstökum útgáfum af barnaleikjum.
Fyrsta þáttaröðin, sem sýnd var í fyrra, fjallaði um nokkrar af 456 skuldsettum og örvæntingarfullum manneskjum sem fengnar voru til að taka þátt í einstökum útgáfum af barnaleikjum.

Forsvarsmenn Netflix hafa loks gert samkomulag við framleiðendur og leikara Squid Game um að gera nýja þáttaröð af hinum gífurlega vinsælu þáttum frá Suður Kóreu. Þættirnir, sem voru gerðir í Suður-Kóreu, eru þeir vinsælustu í sögu streymisveitunnar.

Fyrsta þáttaröðin, sem sýnd var í fyrra, fjallaði um nokkrar af 456 skuldsettum og örvæntingarfullum manneskjum sem fengnar voru til að taka þátt í einstökum útgáfum af barnaleikjum. Fólk þetta átti möguleika á að vinna fúlgur fjár en tap þýddi dauði.

Fólkið dó í massavís til að skemmta gömlum ríkum körlum.

Squid Game þótti varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar.

Sjá einnig: Barnaleikir eru dauðans alvara

Hwang Dong-hyuk, sem gerði þættina, tilkynnti þetta í yfirlýsingu sem hann gaf út í dag. Þar sagði hann að það hefði tekið tólf ár að gera fyrstu þáttaröðina en það hafi einungis tekið tólf daga að þættirnir yrðu þeir vinsælustu í sögu Netflix.


Tengdar fréttir

Squid Game smyglari dæmdur til dauða

Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.