Menning

KÚNST: Inn­sýn í fram­tíðar­heim listarinnar

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Klemens Nikulásson Hannigan var meðal viðmælenda í nýjasta þætti af Kúnst.
Klemens Nikulásson Hannigan var meðal viðmælenda í nýjasta þætti af Kúnst. Adelina Antal/Vísir

Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí.

Fjölbreytileiki, tilfinningar, andlits tjáning, jarðtenging, vistvæn hönnun, handverk, bollasafn, flökkusögur og ýmislegt fleira var meðal viðfangsefna nemenda og er ljóst að framtíð íslenskrar menningar, hönnunar og listar er í góðum höndum.

Við ræddum við fjóra nýútskrifaða listamenn og hönnuði, þau Klemens Nikulásson Hannigan, Katrínu Sirru, Sigrúnu Karls Kristínardóttur og Emblu Óðinsdóttur, og fengum smá innsýn í þeirra listræna ferli.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér:

Klippa: KÚNST - VERANDI VERA

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“

Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt.

KÚNST: Hughreysting til vinkonu varð að einhvers konar alheims orku sannleika

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er þekkt fyrir grípandi textaverk í bland við falleg form á striga. Hún er mikil talskona dagbókarskrifa og segir skrifin gjarnan einhvers konar leit að sannleika en hefur gaman að því hvernig orðin geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum hverju sinni. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu

Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×