Innlent

Þriggja stiga skjálfti skammt frá Fagradalsfjalli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fagradalsfjall í veðurblíðunni.
Fagradalsfjall í veðurblíðunni. Stöð 2/Egill

Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en virkni síðustu daga hefur verið sveiflukennd.

Í nótt varð stærsti skjálftinn í nokkra daga en sá átti upptök sín rúma fjóra kílómetra suð- suðvestur af Fagradalsfjalli og mældist slétt þrjú stig. 

Einn minni upp á tvö stig fylgdi í kjölfarið um 20 mínútum síðar að því er sjá má á mælum Veðurstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×