Kínverjar herja á KK á Spotify: „Ég heyri bara í Jóni Gunnarssyni, hann er duglegur að henda útlendingum út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:15 KK segist ekki hafa hugmynd um hvernig kínverskir tónlistarmenn komust á Spotify-listann hans. Vísir Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, kannast ekkert við þrjú nýjustu lögin sem hann er skráður fyrir á Spotify. Kannski ekki skrítið, því lögin eru kínversk hiphop lög, ekki beint sá tónlistarstíll sem KK er þekktur fyrir. Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“ Tónlist Spotify Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“
Tónlist Spotify Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira