Lífið

Fanney Birna og Andri eignuðust stúlku

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Fjölmiðlakonan og  Fanney Birna Jónsdóttir og eiginmaður hennar Andri Óttarsson hafa eignast litla stúlku. 
Fjölmiðlakonan og  Fanney Birna Jónsdóttir og eiginmaður hennar Andri Óttarsson hafa eignast litla stúlku.  Aðsend

Fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni í gær að annað barn þeirra hjóna, lítil stúlka, væri komin í heiminn. 

Bæði eru Fanney og eiginmaður hennar, Andri Óttarsson lögfræðingar en Fanney starfaði lengi í fjölmiðlum, síðast sem annar stjórnenda þjóðmálaþáttarins Silfrið á RÚV. Hún sagði upp störfum á síðasta ári og hefur meðal annars starfað við lögfræðiráðgjöf.

Stúlkan er annað barn þeirra hjóna en Fanny birti fallega mynd af þeim mæðgum á Facebook síðu sinni í gær þar sem hún segir lífið vera gott. 

Hún er komin. Hún er fullkomin. Þær eru fullkomnar. Lífið er gott!

Tengdar fréttir

Fann­ey Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman

Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.