Lífið

Andri og Fanney selja íbúðina í Vesturbænum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Andri og Fanney eru að selja. Myndin af þeim er síðan á Edduverðlaunahátíðinni 2019.
Andri og Fanney eru að selja. Myndin af þeim er síðan á Edduverðlaunahátíðinni 2019. Aðsend

Hjónin Andri Óttarsson og Fanney Birna Jónsdóttir hafa sett íbúð sína við Vesturgötu í Reykjavík á sölu. Þau hjónin eru bæði lögfræðingar en Fanney er annar stjórnenda þjóðmálaþáttarins Silfursins á RÚV.

Íbúðin er 103 fermetrar að stærð og í húsi sem byggt var árið 1956. Íbúðin er fjögurra herbergja, á annarri hæð og með svölum sem snúa til suðurs. Ljóst er að íbúðin þykir nokkuð glæsileg, en orðinu „fallegt“ bregður þó nokkrum sinnum fyrir í lýsingu íbúðarinnar á fasteignavef Vísis.

Nokkra athygli vekur þá að sánabað er hluti af sameign hússins, en það er eitthvað sem ekki sést oft í nýrri húsum hér á landi.

Hér að neðan má sjá myndir úr íbúðinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×