Á heimilinu má meðal annars finna upptökuver, kvikmyndasal, Dior BMX hjól, fallega bíla og glæsilegan garð með sundlaug. Heimsóknina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Matcha og Kris Jenner
Hann segir tengdamömmu sína Kris Jenner hafa bent honum á hönnuðinn Waldo Fernandez sem gerði upp heimilið sem þurfti að taka í gegn eftir að hafa verið eins síðustu fimmtán árin. Þar sem hann labbar í gegnum heimilið sitt má sjá Kourtney í eldhúsinu að sötra á matcha sem hún segir hann gera manna best og hann tekur undir það:
„Ég geri í alvörunni besta matchað, betra en nokkur matcha staður í Los Angeles.“
Breyttir tímar
„Ég hef átt heimili með fullt af áberandi bílum, veggmyndum og hjólum hangandi úr loftinu en með mín þrjú börn og börnin hennar Kourtney, fannst mér þessi staður vera réttur fyrir þetta augnablik í lífi mínu,“ segir hann. Hann rifjar einnig upp gamla tíma þegar hann hélt reglulega partý í garðinum og eitt sinn í anda kvikmyndarinnar Project X en bætir svo við:
„Ég er hrifnari að þessu lífi, mér líkar það betur.“