Innlent

Hefja form­legar við­ræður á Akur­eyri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Flokkarnir fjórir hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna.
Flokkarnir fjórir hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar.

Þetta kemur fram á Akureyri.net, þar sem vísað er í tilkynningu frá oddvitum. Þar segir að á fundi oddvita flokkanna hafi verið rætt um áherslur allra og í ljós hafi komið að mikinn samhljóm mætti finna meðal fundarmanna í öllum helstu málum.

„Voru aðilar því sammála um að ástæða væri til þess að hefja formlegar viðræður þar sem áhersla verður lögð á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál. Aðilar munu gefa sér góðan tíma til þess að vinna málefnasamning og skipta með sér verkum.“

Í gær var greint frá því að viðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans hefði verið slitið. Sagði bæjarfulltrúi L-listans við það tilefni að hinir flokkarnir tveir hefðu gerst brotlegir við heiðursmannasamkomulag á milli flokkanna, um að ganga ekki til viðræðna við aðra meðan flokkarnir þrír ræddu saman. Það hefðu þeir hins vegar gert með því að ræða við fulltrúa Samfylkingar og Miðflokks.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.