Lífið

Gísli Marteinn rústaði speglum og raftækjum með kylfum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Gísli Marteinn er gestur Bjarna í nýjasta þættinum af Á rúntinum sem kom út á Vísi í dag.
Gísli Marteinn er gestur Bjarna í nýjasta þættinum af Á rúntinum sem kom út á Vísi í dag. Á rúntinum

„Ég fer ekkert sérstaklega vel með mig,“ svarar Gísli Marteinn Baldursson aðspurður hvernig hann nái að líta alltaf svona unglegur út. „Ég pæli ekkert í þessu. Ég hef aldrei notað nein krem.“

Gísli Marteinn viðurkennir í nýjasta þættinum af Á rúntinum að hann vaki oft of lengi og sofi of lítið. 

„Það er fínt að eldast,“ segir Gísli, sem verður fimmtugur á næsta ári. Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um andlega heilsu og segist hann hafa verið heppinn. 

„Ég held að ég hafi alltaf verið frekar glaður,“ segir Gísli Marteinn í þættinum. Hann reynir að hafa jákvætt viðhorf en hefur þó ekki unnið markvisst í meðvitaðri geðrækt. 

„Ég á skemmtilega fjölskyldu og vini og það hjálpar. Svo getur maður verið heppinn eða óheppinn og ég hef verið heppinn með alls konar hluti. Ég reyni að minna mig á að vera þakklátur fyrir það,“ útskýrir Gísli Marteinn.

„En ég ætla ekkert að þykjast hafa það verra en ég hef það. Ég er bara hvítur karl í forréttindastöðu, sem hefur það betra en 95 prósent mannkynsins eða eitthvað. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um það, en ég kannski ætla ekki heldur að vera plagaður af samviskubiti yfir því.“

Viðtalið má sjá í þættinum hér fyrir neðan. Þar ræðir hann meðal annars um ferilinn, andlega heilsu, stjórnmál, MeToo og margt fleira. 

Klippa: Á rúntinum - Gísli Marteinn Baldursson

Tengdar fréttir

„Einhvern veginn tókst mér ekki að sjá þetta“

„Ég er í góðum málum, en það þarf að vinna að því. Það var alls ekki þannig fyrst,“ segir Gunnar Valdimarsson um lífið í Osló eftir skilnaðinn við barnsmóður sína. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.