Lífið

Pussy Riot mættu á æskuheimilið

Elísabet Hanna skrifar
Pussy Riot er feminískur gjörningalistahópur frá Rússlandi.
Pussy Riot er feminískur gjörningalistahópur frá Rússlandi. Getty/Sean Gallup

Haraldur Þorleifsson fékk Pussy Riot heim til sín á æskuheimilið eftir að hafa fengið símtal frá vini sínum sem spurði hvort að hann ætti auka íbúð fyrir fólk sem væri að flýja Rússland.

„Nokkrum klukkustundum seinna komu Pussy Riot með töskurnar sínar inn á æskuheimilið mitt,“

sagði Hali í færslunni. Pussy Riot er rússnesk pönkhljómsveit og aðgerðahópur. 

Halli sendi skilaboð til Pútín

Halli eins og hann er kallaður bætti við færsluna að þær væru farnar úr landinu ef forseti Rússlands væri að leita þeirra, en hópurinn hefur talað opinskátt gegn ríkisstjórn Vladimír Pútíns og stríðinu í Úkraínu. Hann bað forsetann einnig um að koma sér frá Úkraínu hið snarasta ef hann væri að lesa skilaboðin.

Halli er stofnandi og eig­andi Ueno og er mikill mannréttindasinni sem stóð meðal annars fyrir framtakinu Römpum upp Reykjavík. Einnig bauðst hann til þess að borga allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson myndi lögsækja síðasta ári.

Pussy Riot kom til lands fyrr í mánuðinum með að­stoð frá lista­manninum Ragnari Kjartans­syni og fékk af­not af Þjóð­leik­húsinu til að undir­búa tón­leika­ferða­lag sitt um Evrópu.


Tengdar fréttir

Lilja heimsótti Pussy Riot

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun.

Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.