Lífið

Lauf­ey og Berg­þór eignuðust stúlku

Árni Sæberg skrifar
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir.
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, eignuðust stúlkubarn fyrr í mánuðinum.

Laufey greindi frá fæðingunni á samfélagsmiðlum en hún segir barnið hafa komið í heiminn þann 9. maí síðastliðinn. Morgunblaðið greindi fyrst frá gleðitíðindunum.

Um er að ræða fyrsta barn þeirra Bergþórs og Laufeyjar en Bergþór á eitt barn úr fyrra sambandið.

Parið byrjaði saman fyrir rétt rúmlega ári síðan.

Laufey er 33 ára en Bergþór er 46 ára og því þrettán ára aldursmunur á þeim tveimur. En ástin hefur aldrei spurt um aldur frekar en stétt og stöðu líkt og Valgeir Guðjónsson söng um í lagi sínu Ástin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.