Innlent

Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ

Bjarki Sigurðsson skrifar
Margrét Ólöf Sanders og Friðjón Einarsson, oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, fengu flestar útstrikanir í kosningunum á laugardaginn.
Margrét Ólöf Sanders og Friðjón Einarsson, oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, fengu flestar útstrikanir í kosningunum á laugardaginn. Aðsend

Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni.

Strikað var yfir nafn Margrétar Ólafar Sanders, oddvita Sjálfstæðisflokksins, alls fimmtán sinnum og tíu sinnum yfir nafn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 28,1 prósent atkvæða og Samfylkingin 22,1 prósent. Báðir flokkar fengu þrjá menn kjörna inn í bæjarstjórn.

Y-listi Beinnar leiðar hlaut 12,8 prósent atkvæða og var ellefu sinnum strikað yfir nöfn á lista þeirra. Valgerður Pálsdóttir, oddviti þeirra, fékk sex útstrikanir. U-listi Umbótar fékk 8,4 prósent atkvæða og sjö útstrikanir en þrjár þeirra voru yfir nafn oddvitans, Margrétar Þórarinsdóttur. Oddvitarnir tveir voru þeir einu frá flokkunum sem komust inn í bæjarstjórn.

Valgerður Pálsdóttir (t.v.), oddviti Beinnar leiðar, og Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Umbótar, voru báðar kjörnar inn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.Aðsend

Framsóknarflokkurinn fékk 22,6 prósent atkvæða en einungis átta útstrikanir. Fimm sinnum var strikað yfir nafn Díönu Hilmarsdóttur sem skipaði þriðja sæti listans. Framsókn fær einnig þrjá menn inn í bæjarstjórn.

Hvorki Píratar né Miðflokkurinn náðu inn manni og fékk hvorugur flokkurinn útstrikun. Píratar fengu 4,1 prósent atkvæða og Miðflokkurinn 1,8 prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.