D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra vann sigur og hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn í Grundarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær.
Björg Ágústsdóttir mun því áfram gegna embætti bæjarstjóra.
D-listinn hlaut 234 atkvæði og fjóra fulltrúa kjörna, en L-listi Samstöðu 216 atkvæði og þrjá fulltrúa.
Fyrir kosningar greindi D-listi frá því að hann myndi leita til Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra um að gegna starfinu áfram.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.