Tónlist

Lokaæfing Systra heppnaðist vel

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Systur verða átjándar á svið á Eurovision í kvöld.
Systur verða átjándar á svið á Eurovision í kvöld. EBU

Systur voru rétt í þessu að klára síðustu æfingu sína fyrir kvöldið. 

Æfingin gekk vel og hljómuðu þær óaðfinnanlega á sviðinu. Keppnin fer fram í Pala Alpitour höllinni í kvöld og hefst klukkan 19:00 á íslenskum tíma. Systur eru átjándar á svið og er tilhlökkun fyrir kvöldinu orðin mikil hér í Tórínó.  


Tengdar fréttir

„Hvernig get ég ekki stutt svona hæfileikaríkt fólk sem styður líka fólk eins og mig? Áfram Systur!“

Jens Geerts starfar sem fjölmiðlakona hjá alþjóðlegu LGBTQ+ stöðinni OUTtv og er stödd í Tórínó að fjalla um Eurovision. Jens hefur verið aðdáandi Eurovision í áratugi og segir að LGBTQ+ fyrirmyndir í sögu keppninnar hafi spilað veigamikið hlutverk við að hjálpa sér að samþykkja sjálfa sig sem trans konu. Hún er mikill aðdáandi Systra en Júrógarðurinn ræddi við Jens og fékk að skyggnast aðeins inn í hennar hugarheim.

Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision

Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.