Guardiola baunar á Evra og Berbatov: „Rústuðum þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 17:01 Pep Guardiola hafði engan húmor fyrir skotum Evra og Berbetov. Massimiliano Ferraro/NurPhoto via Getty Images Pep Guardiola tók til varna og skaut föstum skotum í átt að fyrrverandi leikmönnum Manchester United sem hafa gagnrýnt lið Manchester City að undanförnu. Margir lögðu orð í belg og gagnrýndu City eftir að liðið féll úr leik fyrir Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Meðal þeirra voru gömlu United-mennirnir Patrice Evra og Dimitar Berbatov en þeir skutu á hugarfar City-manna og leiðtogahæfni þeirra, eða skort á henni öllu heldur. „Manchester City þarf leiðtoga en Guardiola vill ekki hafa leiðtoga. Hann vill ekki persónuleika. Hann er leiðtoginn. Þeir hafa engan á vellinum til að hjálpa þeim,“ sagði Evra. Berbatov tók í sama streng og sagði að jafn gott lið og City ætti ekki fá á sig tvö mörk á jafn mörgum mínútum undir lok leiks eins og strákarnir hans Guardiolas gerðu gegn Real Madrid. Guardiola var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og svaraði heldur betur fyrir sig. Hann stráði meðal annars salti í sár Evras og Berbatovs með því að rifja upp úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2011 þar sem Barcelona, undir stjórn Guardiolas, vann öruggan sigur á United, 3-1. „Ég sá ekki þennan persónuleika þegar við rústuðum þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola og ítrekaði að það vantaði ekkert upp á karakter eða persónuleika í lið City. Strákarnir hans Guardiolas geta farið langt með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn með því að vinna West Ham United á útivelli á sunnudaginn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira
Margir lögðu orð í belg og gagnrýndu City eftir að liðið féll úr leik fyrir Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Meðal þeirra voru gömlu United-mennirnir Patrice Evra og Dimitar Berbatov en þeir skutu á hugarfar City-manna og leiðtogahæfni þeirra, eða skort á henni öllu heldur. „Manchester City þarf leiðtoga en Guardiola vill ekki hafa leiðtoga. Hann vill ekki persónuleika. Hann er leiðtoginn. Þeir hafa engan á vellinum til að hjálpa þeim,“ sagði Evra. Berbatov tók í sama streng og sagði að jafn gott lið og City ætti ekki fá á sig tvö mörk á jafn mörgum mínútum undir lok leiks eins og strákarnir hans Guardiolas gerðu gegn Real Madrid. Guardiola var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og svaraði heldur betur fyrir sig. Hann stráði meðal annars salti í sár Evras og Berbatovs með því að rifja upp úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2011 þar sem Barcelona, undir stjórn Guardiolas, vann öruggan sigur á United, 3-1. „Ég sá ekki þennan persónuleika þegar við rústuðum þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola og ítrekaði að það vantaði ekkert upp á karakter eða persónuleika í lið City. Strákarnir hans Guardiolas geta farið langt með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn með því að vinna West Ham United á útivelli á sunnudaginn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira