Lífið

Tíu ára aðdáandi Systra fékk dásamlega stund með þeim á hótelinu

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Ylfa og systkinin skemmtu sér vel saman í dag.
Ylfa og systkinin skemmtu sér vel saman í dag.

Ylfa Guðlaugsdóttir er tíu ára gömul stelpa sem elskar bæði Systur og Eurovision. 

Hún er stödd á Ítalíu ásamt Kristínu Tómasdóttur og eru þær að njóta lífsins í botn hér úti. 

„Þetta er skemmtilegasta utanlandsferð sem ég hef farið í, þó ég hafi farið í þær margar,“ sagði Kristín í samtali við blaðamenn.

Ylfa kíkti á Systur fyrr í dag og fékk að eyða tíma með þeim áður en þær brunuðu í Eurovision höllina. Hún var ekkert smá sátt með það og hlakkar mikið til að fara á keppnina í kvöld og hvetja þau áfram.

Hér má sjá viðtal Júríogarðsins við Ylfu og Kristínu. 

Klippa: Heppinn íslenskur aðdáandi fékk að hitta Systur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Hefur farið 23 sinnum á Eurovision

Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum.

Sérstök tilfinning að sjá Úkraínu á sviðinu: „Þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt“

Ísland keppir í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision í Torino í kvöld og segir farastjóri íslenska hópsins stemninguna góða. Veðbankar gefa til kynna að Ísland sé að berjast um sæti í úrslitunum en Úkraína, sem er spáð sigri í keppninni, stígur einnig á svið í kvöld. Gera má ráð fyrir tilfinningaþrungnu andrúmslofti í kvöld þegar þeir flytja sitt lag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×