Lífið

Tók Soffíu fjórar vikur að taka rýmið í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Soffía er listakona þegar kemur að því að endurnýja rými.
Soffía er listakona þegar kemur að því að endurnýja rými.

Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að fylgjast með Soffíu Dögg Garðarsdóttir umbreyta nýju rými Einstakra barna.

Félagið fagnar 25 ára starfsafmæli í ár en félagið er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. 

Soffía Dögg var ekki nema fjórar vikur að töfra fram nýtt rými og sjón er sögu ríkari. Eva Laufey hitti Soffíu og Guðrúnu Helgu Harðardóttur framkvæmdarstjóra félagsins og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að fylgjast með ferlinu þegar Soffía endurhannaði húsnæði Einstakra barna. 

 Um er að ræða vinnuaðstaða samtakanna en Soffía vildi að fyrstu kynni rýmisins væru sjarmerandi og tæki vel á móti fólki. Hér að neðan má sjá útkomuna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.