Oddvitaáskorunin: Blóðlangar að byrja að rækta mölorma á ný Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2022 09:01 Gylfi og fjölskyldan. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Gylfi Ólafsson leiðir Í-listann í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Gylfi hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 2018. Hann er með doktorspróf í heilsuhagfræði, starfsréttindi sem grunnskólakennari og meistaragráðu í hagfræði. Gylfi hefur komið víða við; starfað hjá ferðaskrifstofunni Vesturferðum, verið fréttamaður RÚV, ráðgjafi í heilsuhagfræði, háskólakennari og aðstoðarmaður ráðherra. Meðal núverandi trúnaðarstarfa er seta í stjórn Fossavatnsgöngunnar, stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. Gylfi á tvö börn og eiginkonu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornvík og björgin sitthvoru megin. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Lausaganga bíla er plága sem þarf að uppræta. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Skordýrarækt og forritun. Ég hef að vísu ekki verið með skordýr í ræktun um nokkuð skeið en hef allar græjur til að byrja að rækta mjölorma og blóðlangar að byrja á því fljótlega. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Föstudagurinn langi 2020 í tengslum við bakvörðinn á hjúkrunarheimilinu Bergi. Almennt hafa öll samskipti við lögregluna í tengslum við Covid-faraldurinn verið eftirminnileg, meðal annars í tengslum við lokanir á skólum, uppsetningu á tímabundnum sóttvarnahótelum og fleira í þeim dúr. Hvað færðu þér á pizzu? „Forsetinn mínus kjöt“ á Mömmu Nínu. Lokaðu augunum, Guðni Th.: það er ananas á forsetanum. Hvaða lag peppar þig mest? Þjóðsöngurinn í kórútsetningu, Marsbúa cha cha með Bogomil Font, Tænder på dig með Jakobi Sveistrup og Sönn íslensk sakamál með Rottweiler-hundum. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Svona tuttugu. Göngutúr eða skokk? Skokk, en ég kalla það trimm. Uppáhalds brandari? Við feðginin erum að leika okkur með afbrigði af brandaranum um pabbann sem kallar til dóttur sinnar „Viltu heita samloku?“ en dóttirin svarar því til að hún vilji bara áfram heita Elín. Hvað er þitt draumafríi? Ég er búinn að panta mér ferð á ísfirsku skútunni Auroru í haust, þar sem hlaupið verður um óbyggðir austurhluta Grænlands. Mig hefur lengi dreymt um ferð af þessu tagi, svo ætli það sé ekki draumafrí? Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021. Árið 2020 var allt nýtt og áhugavert. 2021 var bara langdregið. Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Múli Árnason, tónskáldið sem skrifaði mörg okkar fallegustu djasslög. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Einu sinni lét ég ekvadorskan töfralækni reka úr mér illa anda með eldi. Mér fannst það satt best að segja ekki gera mikið gagn. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Elon Musk. Ef þú spyrð Ölmu Möller mun hún segja að Joel Kinnaman eigi að leika mig. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Hin sænska Fucking Åmål. Nær svo mörgum góðum sammannlegum augnablikum unglingsáranna á ljúfsáran hátt. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki horft á þá í tuttugu ár. Mér fannst þó alltaf erfitt að fyrirgefa framhjáhald Karls Kennedy og klæjaði alltaf í augun þegar það stóð Kartan en ekki Kjartan í textanum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Akureyri, Reykjavík eða Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sumir gætu skammast sín fyrir að syngja af mikilli innlifun með Börbru Streisand um ástfangna konu, Woman in love. Ég skammast mín samt ekki. Raunverulega sakbitin sæla er þó helst að hlusta á góð lög með tónlistarmönnum sem búið er að slaufa eða ljóstra upp að hafi verið hin mestu varmenni. Þar eru því miður allt of margir góðir tónlistarmenn undir, innlendir og erlendir. Sælan við að hlusta á margar perlur þessara manna er þar svo sakbitin að ég þori ekki einu sinni nefna tónlistarmennina á nafn. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Gylfi Ólafsson leiðir Í-listann í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Gylfi hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 2018. Hann er með doktorspróf í heilsuhagfræði, starfsréttindi sem grunnskólakennari og meistaragráðu í hagfræði. Gylfi hefur komið víða við; starfað hjá ferðaskrifstofunni Vesturferðum, verið fréttamaður RÚV, ráðgjafi í heilsuhagfræði, háskólakennari og aðstoðarmaður ráðherra. Meðal núverandi trúnaðarstarfa er seta í stjórn Fossavatnsgöngunnar, stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. Gylfi á tvö börn og eiginkonu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornvík og björgin sitthvoru megin. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Lausaganga bíla er plága sem þarf að uppræta. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Skordýrarækt og forritun. Ég hef að vísu ekki verið með skordýr í ræktun um nokkuð skeið en hef allar græjur til að byrja að rækta mjölorma og blóðlangar að byrja á því fljótlega. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Föstudagurinn langi 2020 í tengslum við bakvörðinn á hjúkrunarheimilinu Bergi. Almennt hafa öll samskipti við lögregluna í tengslum við Covid-faraldurinn verið eftirminnileg, meðal annars í tengslum við lokanir á skólum, uppsetningu á tímabundnum sóttvarnahótelum og fleira í þeim dúr. Hvað færðu þér á pizzu? „Forsetinn mínus kjöt“ á Mömmu Nínu. Lokaðu augunum, Guðni Th.: það er ananas á forsetanum. Hvaða lag peppar þig mest? Þjóðsöngurinn í kórútsetningu, Marsbúa cha cha með Bogomil Font, Tænder på dig með Jakobi Sveistrup og Sönn íslensk sakamál með Rottweiler-hundum. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Svona tuttugu. Göngutúr eða skokk? Skokk, en ég kalla það trimm. Uppáhalds brandari? Við feðginin erum að leika okkur með afbrigði af brandaranum um pabbann sem kallar til dóttur sinnar „Viltu heita samloku?“ en dóttirin svarar því til að hún vilji bara áfram heita Elín. Hvað er þitt draumafríi? Ég er búinn að panta mér ferð á ísfirsku skútunni Auroru í haust, þar sem hlaupið verður um óbyggðir austurhluta Grænlands. Mig hefur lengi dreymt um ferð af þessu tagi, svo ætli það sé ekki draumafrí? Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021. Árið 2020 var allt nýtt og áhugavert. 2021 var bara langdregið. Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Múli Árnason, tónskáldið sem skrifaði mörg okkar fallegustu djasslög. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Einu sinni lét ég ekvadorskan töfralækni reka úr mér illa anda með eldi. Mér fannst það satt best að segja ekki gera mikið gagn. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Elon Musk. Ef þú spyrð Ölmu Möller mun hún segja að Joel Kinnaman eigi að leika mig. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Hin sænska Fucking Åmål. Nær svo mörgum góðum sammannlegum augnablikum unglingsáranna á ljúfsáran hátt. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki horft á þá í tuttugu ár. Mér fannst þó alltaf erfitt að fyrirgefa framhjáhald Karls Kennedy og klæjaði alltaf í augun þegar það stóð Kartan en ekki Kjartan í textanum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Akureyri, Reykjavík eða Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sumir gætu skammast sín fyrir að syngja af mikilli innlifun með Börbru Streisand um ástfangna konu, Woman in love. Ég skammast mín samt ekki. Raunverulega sakbitin sæla er þó helst að hlusta á góð lög með tónlistarmönnum sem búið er að slaufa eða ljóstra upp að hafi verið hin mestu varmenni. Þar eru því miður allt of margir góðir tónlistarmenn undir, innlendir og erlendir. Sælan við að hlusta á margar perlur þessara manna er þar svo sakbitin að ég þori ekki einu sinni nefna tónlistarmennina á nafn.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira