Í þessari viku eru tíu íslensk lög inn á lista og þar af sjö inn á topp tíu. Lagið „Aldrei toppað“ með FM95Blö og Aroni Can nálgast toppinn en það var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í níunda sæti.
Friðrik Dór situr staðfastur í öðru sæti með lagið Bleikur og blár og Eurovision stjörnurnar Systur sitja í fjórða sæti með lagið með hækkandi sól. Þær taka þátt í undankeppninni næstkomandi þriðjudag og í samtali við Lífið á Vísi segjast systkinin öll hlakka mikið til.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Hér má finna íslenska listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: