Sport

„Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“

Andri Már Eggertsson skrifar
Sigtryggur Daði Rúnarsson var eðlilega ánægður með sigur kvöldsins
Sigtryggur Daði Rúnarsson var eðlilega ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Vilhelm

ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik.

„Þetta var geggjaður sigur, ég get ekki óskað mér betri byrjun í þessu einvígi,“ sagði Sigtryggur Daði hæstánægður með fimm marka sigur á Ásvöllum.

Eyjamenn voru marki undir í hálfleik og voru miklir klaufar sem endaði með 12 töpuðum boltum.

„Ég veit ekki hvað klikkaði þar, mér fannst við vera bara klaufar frekar en óöryggir. Þetta voru auðveldir boltar sem við vorum að missa sem við erum ekki vanir að gera. Við fórum síðan að anda aðeins og vorum rólegri.“

Haukar byrjuðu síðari hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir en þegar stundar fjórðungur var eftir tók ÍBV yfir leikinn.

„Vörnin var mjög þétt, við vorum ekki að fá á okkur eins mikið af auðveldum mörkum líkt og í fyrri hálfleik.“

„Í seinni hálfleik var sóknarleikurinn mjög góður, við vorum að skora fyrir utan og allir lögðu sitt af mörkum.“

Sigtryggur Daði var mjög spenntur fyrir næsta leik sem verður í Vestmannaeyjum.

„Ég get ekki beðið, stuðningsmönnunum á bara eftir að fjölga sérstaklega á heimavelli þar sem við þurfum að mæta jafn klikkaðir og okkar stuðningsmenn,“ sagði Sigtryggur Daði að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×