Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2022 20:30 Það hefur blásið á ríkisstjórnina að undanförnu, líkt og á Bessastöðum á síðasta ári, þegar hún tók formlega við. Vísir/Vilhelm Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00
Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36