Innlent

Skallaði konu í and­litið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm

Maður skallaði konu í andlitið í Hafnarfirði skömmu fyrir tvö í nótt. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu en konan hlaut meðal annars bólgur í andliti.

Tveir voru handteknir grunaðir um árás á dyraverði í miðborginni klukkan fjögur í nótt. Dyraverðirnir hlutu áverka í andliti og lausar tennur, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maður braut rúðu á Stjórnarráðinu í miðborg Reykjavíkur skömmu eftir klukkan tvö í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á staðinn var tjónvaldurinn á bak og burt.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði klukkan fjögur í nótt en þar hafði maður ýtt konu sem féll í gólfið og rotaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku með skerta meðvitund. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×