Óli Björn varar Lilju við því að svíkja lit Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2022 12:41 Ekki þarf bókmenntafræðing til að átta sig á því hvert Óli Björn beinir spjótum sínum; ef Lilja hefur sig ekki hæga á hún það á hættu að verða neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. vísir/vilhelm Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sendir Lilju D. Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins eiturpillu í grein sem hann birtir í Mogga dagsins. Óli Björn talar um að Ísland sé land samsteypuríkisstjórna og forsenda þess að slíkt samstarf gangi sé að traust og trúnaður ríki milli forystumanna flokkanna. Hann segir flókið að mynda slíkar stjórnir þannig að flokkum takist að halda í sín stefnumið, þá gagnvart kjósendum sínum og eðlilegt sé við slíkar aðstæður að stundum mæti mótbyr. Mikilvægi samstöðunnar „Engin ríkisstjórn kemst í gegnum kjörtímabil án þess að vindar blási á móti af og til. Í mótvindi reynir á ráðherra og stjórnarliða. Þá reynir á pólitískan karakter stjórnmálamanna – hvort þeir hafa burði til að standa heilir að baki ákvörðunum sem þeir tóku þátt í að taka eða hlaupa undan ábyrgð og reyna að varpa henni á aðra,“ segir Óli Björn. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins dregur upp mynd af Lilju þar sem hún hendir sprengju inn í ríkisstjórnarsamstarfið.skjáskot Þó hann tali undir rós og nefni engin nöfn ræður samhengi merkingunni og þarf enga bókmenntafræðinga til að lesa hér á milli lína, hvert þingflokksformaðurinn beinir spjótum sínum. Efst á baugi frétta vikunnar sem snúa að stjórnmálunum hafa verið orð Lilju þess efnis að hún hafi verið mótfallin því hvernig staðið var að sölu Íslandsbanka. Lilja verður neðanmálsgrein og léttavigt sjái hún ekki að sér Orð Lilju um bankasöluna eru umfjöllunarefni Ívars, skopmyndateiknara Morgunblaðsins í dag en sjá má mynd af Lilju þar sem hún beinlínis hendir sprengju í ríkisstjórnarsamstarfið. Grein Óla Björns í Mogga dagsins. Ekkert fer á milli mála hvert hann beinir orðum sínum þó ekki séu nein nöfn nefnd.skjáskot Óli Björn varar Lilju, sem þó er aldrei nefnd í grein þingflokksformannsins, við og vænir hana óbeint um lýðskrum í niðurlagi greinar sinnar: „Slíkir stjórnmálamenn verða yfirleitt ekki annað en léttavigt – marka aldrei spor í söguna – verða í besta falli tilefni fyrir neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. Þeirra verður getið í sömu neðanmálsgrein sem greinir frá þeim sem hæst hrópa með stóryrðum, svívirðingum og dómum um menn og málefni,“ segir Óli Björn. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Óli Björn talar um að Ísland sé land samsteypuríkisstjórna og forsenda þess að slíkt samstarf gangi sé að traust og trúnaður ríki milli forystumanna flokkanna. Hann segir flókið að mynda slíkar stjórnir þannig að flokkum takist að halda í sín stefnumið, þá gagnvart kjósendum sínum og eðlilegt sé við slíkar aðstæður að stundum mæti mótbyr. Mikilvægi samstöðunnar „Engin ríkisstjórn kemst í gegnum kjörtímabil án þess að vindar blási á móti af og til. Í mótvindi reynir á ráðherra og stjórnarliða. Þá reynir á pólitískan karakter stjórnmálamanna – hvort þeir hafa burði til að standa heilir að baki ákvörðunum sem þeir tóku þátt í að taka eða hlaupa undan ábyrgð og reyna að varpa henni á aðra,“ segir Óli Björn. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins dregur upp mynd af Lilju þar sem hún hendir sprengju inn í ríkisstjórnarsamstarfið.skjáskot Þó hann tali undir rós og nefni engin nöfn ræður samhengi merkingunni og þarf enga bókmenntafræðinga til að lesa hér á milli lína, hvert þingflokksformaðurinn beinir spjótum sínum. Efst á baugi frétta vikunnar sem snúa að stjórnmálunum hafa verið orð Lilju þess efnis að hún hafi verið mótfallin því hvernig staðið var að sölu Íslandsbanka. Lilja verður neðanmálsgrein og léttavigt sjái hún ekki að sér Orð Lilju um bankasöluna eru umfjöllunarefni Ívars, skopmyndateiknara Morgunblaðsins í dag en sjá má mynd af Lilju þar sem hún beinlínis hendir sprengju í ríkisstjórnarsamstarfið. Grein Óla Björns í Mogga dagsins. Ekkert fer á milli mála hvert hann beinir orðum sínum þó ekki séu nein nöfn nefnd.skjáskot Óli Björn varar Lilju, sem þó er aldrei nefnd í grein þingflokksformannsins, við og vænir hana óbeint um lýðskrum í niðurlagi greinar sinnar: „Slíkir stjórnmálamenn verða yfirleitt ekki annað en léttavigt – marka aldrei spor í söguna – verða í besta falli tilefni fyrir neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. Þeirra verður getið í sömu neðanmálsgrein sem greinir frá þeim sem hæst hrópa með stóryrðum, svívirðingum og dómum um menn og málefni,“ segir Óli Björn.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49