Lífið

Grín­istinn Gil­bert Gott­fri­ed látinn

Árni Sæberg skrifar
Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára eftir langvinn veikindi. Þessi mynd er tekin árið 2020.
Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára eftir langvinn veikindi. Þessi mynd er tekin árið 2020. Slaven Vlasic/Getty Images

Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára að aldri. Hann var af mörgum talinn goðsögn í grínbransanum vestanhafs. Gottfried var einnig þekktur fyrir að tala inn á teiknimyndir og þekkja eflaust margir túlkun hans á fuglinum Iago í teiknimyndinni um Aladdín. 

Fjölskylda Gottfrieds tilkynnti andlát hans á Twitter-síðu hans í kvöld.

„Það hryggir okkur að tilkynna andlát okkar heittelskaða Gilberts Gottfried eftir langvinn veikindi. Auk þess að vera ein þekktasta rödd grínsins var Gilbert yndislegur eiginmaður, bróðir, vinur og faðir tveggja ungra barna sinna. Þó dagurinn sé sorgardagur fyrir okkur öll, biðjum við ykkur um að halda áfram að hlæja sem hæst, Gilbert til heiðurs,“ segir fjölskylda hans.

Gottfried skaust upp á stjörnuhimininn á áttunda áratugnum þegar hann var einn af höfundum og stjörnum sjónvarpsþáttarins Saturday Night Live, en margir af þekktustu grínistum sögunnar hafa slitið grínbarnsskónum þar. Upp úr því átti hann farsælan feril sem uppistandari og leikari, hann lék til að mynda í stórmyndinni Beverly Hills Cop II.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×