Fylgi hrynur af stjórnarflokkum eftir bankasölu og Búnaðarþing Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2022 18:31 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu á síðasta stjórnarsáttmála. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur dalað á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm Fylgi hefur hrunið af stjórnarflokkunum eftir að umræða um Búnaðarþingsmálið og söluna á Íslandsbanka komst í hámæli. Stjórnarflokkarnir hafa samanlagt tapað um átta prósentustiga fylgi á örfáum dögum. Á sama tíma hefur fylgi Pírata og Samfylkingar stóraukist. Nokkur tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi flokkanna sem var gerð á dögunum 17. mars til 12. apríl. Í henni er litið sérstaklega til breytinga eftir 6. apríl þegar listi yfir kaupendur í lokuðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka var birtur en á sama tíma var umræða um ummæli sem innviðaráðherra lét falla á Búnaðarþingi í hámæli. Málunum virðast fylgja svipaðar pólitískar afleiðingar fyrir Vinstri Græn og Framsókn. Vinstri Græn tapa 2,6 prósentustigum og fylgið stendur í einungis sjö prósentum – sem er það lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í lengri tíma. Framsókn tapar 2,7 stigum og mælist með 13,6 prósent. Minnst áhrif virðast málin hafa á Sjálfstæðisflokkinn sem lækkar um 2,3 prósentustig og mælist með tæp 21 prósent. Á sama tíma stóreykst fylgi stjórnarandstöðuflokka sem hafa haft uppi háværa gagnrýni vegna málanna. Samfylking fer úr tæpum 11,7 prósentum í sextán prósent og fylgi Pírata eykst um heil 6,7 prósentustig og stendur í tæpum átján prósentum. Flokkurinn er því stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og hefur ekki mælst hærri í langan tíma. Fylgi Pírata hefur rokið upp á síðustu dögum en flokksmenn hafa látið í sér heyra vegna umdeildra mála.visir/vilhelm Aðrir stjórnarandstöðuflokkar virðast ekki græða eins mikið á umrótinu. Fylgi Viðreisnar hækkar lítillega og stendur í ellefu og hálfu prósenti, Miðflokkur og lækkar aðeins niður í 3,9 prósent en Flokkur Fólksins tapar umtalsverðu fylgi og fer úr tæpum níu prósentum í fimm prósent. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Salan á Íslandsbanka Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Nokkur tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi flokkanna sem var gerð á dögunum 17. mars til 12. apríl. Í henni er litið sérstaklega til breytinga eftir 6. apríl þegar listi yfir kaupendur í lokuðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka var birtur en á sama tíma var umræða um ummæli sem innviðaráðherra lét falla á Búnaðarþingi í hámæli. Málunum virðast fylgja svipaðar pólitískar afleiðingar fyrir Vinstri Græn og Framsókn. Vinstri Græn tapa 2,6 prósentustigum og fylgið stendur í einungis sjö prósentum – sem er það lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í lengri tíma. Framsókn tapar 2,7 stigum og mælist með 13,6 prósent. Minnst áhrif virðast málin hafa á Sjálfstæðisflokkinn sem lækkar um 2,3 prósentustig og mælist með tæp 21 prósent. Á sama tíma stóreykst fylgi stjórnarandstöðuflokka sem hafa haft uppi háværa gagnrýni vegna málanna. Samfylking fer úr tæpum 11,7 prósentum í sextán prósent og fylgi Pírata eykst um heil 6,7 prósentustig og stendur í tæpum átján prósentum. Flokkurinn er því stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og hefur ekki mælst hærri í langan tíma. Fylgi Pírata hefur rokið upp á síðustu dögum en flokksmenn hafa látið í sér heyra vegna umdeildra mála.visir/vilhelm Aðrir stjórnarandstöðuflokkar virðast ekki græða eins mikið á umrótinu. Fylgi Viðreisnar hækkar lítillega og stendur í ellefu og hálfu prósenti, Miðflokkur og lækkar aðeins niður í 3,9 prósent en Flokkur Fólksins tapar umtalsverðu fylgi og fer úr tæpum níu prósentum í fimm prósent.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Salan á Íslandsbanka Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira