Lífið

Brit­n­ey Spears á von á barni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Britney og Sam á góðri stundu.
Britney og Sam á góðri stundu. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic

Bandaríska söngkonan Britney Spears á von á barni með unnusta sínum, Sam Asghari.

Frá þessu greinir söngkonan á Instagram-síðu sinni. Þar segir hún að hún hafi komið heim úr fríi á Maui, og þá fundist hún hafa bætt á sig þyngd. Í stuttu máli hafi hún tekið óléttupróf sem leiddi í ljóst að hún ætti von á barni.

Fyrir á Britney tvo syni, þá Sean og James Federline. Þá eignaðist hún með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kevin Federline. Þau voru gift á árunum 2004 til 2007.

Í færslu sinni segist Britney þakklát fyrir þá vitundarvakningu sem orðið hefur um meðgönguþunglyndi, sem hún hafi þjáðst af áður.

„Konur töluðu ekki um það þá. Sumir töldu það hættulegt ef konur kvörtuðu um svoleiðis með barn inni í sér. En nú tala konur um það á hverjum degi, Guði sé lof að við þurfum ekki að halda þessum sársauka leyndum.“

Gift á laun?

Þau Britney og Asghari hafa verið saman frá árinu 2016 en þau tilkynntu um trúlofun í fyrra. Parið kynntist við gerð tónlistarmyndbandsins „Slumber Party“ árið 2016 þar sem Sam lék ástarviðfang söngkonunnar.

Í mars á þessu ári gaf Britney síðan í skyn að hún og unnustinn væru gengin í það heilaga, aðdáendum hennar til ómældrar ánægju.

Britney hefur látið drauma sína rætast síðan hún hlaut fullt sjálfræði en áður var hún undir stjórn föður síns sem var lögráðamaður hennar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.