Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2022 19:07 Björn Leví á sæti í forsætisnefnd. Fyrir aftan hann sést glitta í Birgi Ármannsson, forseta Alþingis og forseta forsætisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“ Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“
Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira